top of page
Húsfélag .jpg
At the Office

Húsfélög

Fyrirtæki

Stigagangar eru svæði sem mikið er gangið um og þrátt fyrir reglubundin þrif safnast óhreinindi í teppin til lengri og skemmri tíma.  Nauðsynlegt er því að fá dýpri þrif reglulega.

Castus býður húsfélögum teppahreinsun á góðum kjörum allt árið og biðtími eftir þjónustunni er almennt stuttur.

Þörfin er misjöfn á hverjum stað og taka þarf tillit til ýmissa þátta eins og stærð, íbúafjölda, tíma frá síðustu hreinsun o.s.frv.

Eftir samtal við ráðgjafa okkar færðu hagstætt tilboð sem sniðið er að þörfum þíns húsfélags.

Teppalögð gólf verða sí vinsælli þegar kemur að skrifstofu- og atvinnuhúsnæði.  Hrein teppi auka loftgæði sem skilar sér í betra starfsumhverfi.  Svo ekki sé talað um heilbrigt útlit vinnustaðarins.

Castus býður fyrirtækum úrvals þjónustu á hagstæðu verði og vinnum verkið á þeim tíma sem hentar hverju fyrirtæki fyrir sig.

Það kostar ekkert að fá ráðgjöf og verðhugmynd.  Tökum vel á móti erindi þínu.

Opið er fyrir ráðgjöf í síma alla virka daga á milli klukkan 8:00 og 15:30.

Hreinna loft, betri ending

Heilbrigði umfram allt

Carpet Vacuum

Aðferð

Einföld og hefðbundin

Við nýtum okkur einna helst hefðbundnar djúphreinsiaðferð sem virkað hefur vel árum saman. 

 

Bleytt er í áklæðinu eða teppinu eftir þörfum með hreinu vatni og mildri sápu.  Það fer eftir undirlagi hversu lengi sápublandan þarf að bíða áður en hún er sogin aftur upp.  Þetta er gert svo oft sem þurfa þykir.

Á erfiða bletti er notast við blettahreinsiefni sem áklæðið þolir og unnið á þeim með bursta.  

Notkun leysiefna eins og á olíubletti, tyggjó og annað slíkt er ávalt sammælst um áður en verkið er framkvæmt.

bottom of page